Hann er fulltrúi stéttarfélags á vinnustað og fulltrúi starfsmanna gagnvart atvinnurekada.
Honum ber að gæta þess að allt starfsfólk, sem vinnur á hans vinnustað, sé félagsbundið eða hafi a.m.k vinnuréttindi á félagssvæðinu.
Hann á að sjá um að samningar félagsins við atvinnurekendur séu haldnir í hvívetna, bæði því er við kemur kaupgjaldi og öðrum atriðum.
Hann á að sjá um að taka á móti hverskonar óskum og kvörtunum frá starfsfólki á vinnustaðnum, er að framangreindu lúta og gæta fyllsta trúnaðar í öllum þeim málum sem hann kemur að. Hann á að afla sér upplýsinga og fá aðstoð hjá starfsmönnum félagsins ef um erfið mál er að ræða.
Hann á að sjá um að gefa stjórn félagsins, starfsmönnum eða formanni allar þær upplýsingar, sem óskað kann að vera t.d varðandi aðbúnað, ágreining, vinnutilhögun, vinnutíma o.s.frv.