Starfsmenntastyrkir

Styrkir eru greiddir um hver mánaðarmót og geta félagsmenn séð styrkina inni á félagavefnum þegar þeir skrá sig þar. Styrktarbeiðnir þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir mánaðarmót eigi félagsmaður að ná greiðslum inn á reikning sinn þann mánuðinn. Undantekning á þessu er í desember en þá þurfa styrktarbeiðnir að vera búnar að skila sér fyrir 28. desember en greiðslur styrkja í desember eru framkvæmdar 29. desember.Styrkir eru einungis greiddir fyrir hvert starfsár og þarf að skila inn fyrir hver áramót svo að þeir fáist greiddir.

Styrktarsjóður félagsins greiðir : 

- Styrkur fyrir vörubifreiðarpróf C eða C1, rútupróf og tengivagna. (styrkurinn fer í gegnum Iðunna) 50% af reikningi eða að hámarki 150.000.-krónur. Hér er eyðublað sem fylla þarf út og senda á fma@fma.is ásamt reikningi. sótt um styrk vegna náms til

 Vinnuvélanámskeið eru aðeins niðurgreidd í gegnum námskeið hjá Iðunni Fræðslusetri sem eru haldin í gegnum fjarnámskeið á Teams. 

 - Greiðir allt að 50% af tungumála og tölvunámskeiðum.

 - Greiðir allt að 50% af skólagjöldum í ðnnámi í okkar greinum að lokinni grunndeild að hámarki 20.000.-krónur á ári.

 - Greiðir 50% af skráningargjöldum v/meistaranáms/vél og iðnfræðináms. Að hámarki 50.000.-kr. á ári. Styrkur miðast þó við inngreiðslur til sjóðsins.

 - Greiðir 50% af endurmenntunar námskeiði Slysavarnarskóla Sjómanna ef það nýtist í starfi félagsmanns.

 - Greiðir niður önnur námskeið sem miða að efla félagsmenn sína sem fagmenn í okkar greinum. Greiðsla er að hámarki 40.000.-kr. eða 50% af reikningi.

Félag málmiðnaðarmanna er eigandi í Iðunni fræðslusetri í gegnum Samiðn.

Samkvæmt 9. grein laga félagsins tók stjórn félagsins þá ákvörðun á stjórnarfundi þann 1. október 2013 að til að vera fullgildur félagsmaður gagnvart styrkjum sjóðsins þurfi félagsmaður að greiða félagsgjald mánaðarlega í og að sá taxti sem miðað er við er taxti starfandi sveins eftir eitt ár starfandi í greininni, miðað við almenna kjarasamning Samiðnar. Taxti þessi uppfærist miðað við kjarasamninga og er uppfærður við hverja samninga. Lágmarks félagsgjald virks félaga er nú 5.364.-kr. í félagssjóð og með greiðslum í sjúkrasjóð að upphæð 5.364.- kr. ásamt 0,5% menntagjaldi af þeim launum eða 2.810.-kr. í endurmenntunarsjóð og 0,25% í orlofssjóð sem gerir upphæð 1.341.-kr. Samtals í heild sinni nema greiðslur fullvirks félaga að lágmarki 14.875.- krónur. Greiði félagsmaður minna á hann einungis rétt á hlutfalli greiðslna sinna en þó að hámarki 60% af greiddu félagsgjaldi.