Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur og miðast við viku- eða mánaðamót. Uppsagnir skulu vera skriflegar og gerðar á sama tungumáli og ráðningarsamningur starfsmanns.
Heimilt er að ráða starfsmann tímabundið eða til ákveðins verkefnis. Slík ráðning má þó ekki vera til lengri tíma en þriggja mánaða. Tímabundinni ráðningu má segja upp með tveggja vikna fyrirvara m.v. vikumót.
Málmiðnaðarmenn:
Á fyrsta starfsári: 2 vikur m.v. vikumót.
Eftir 1 ár í starfsgreininni: 1 mánuður m.v. mánaðamót.
Eftir 3 ár í starfsgreininni: 2 mánuðir m.v. mánaðamót.
Eftir 5 ár í sama fyrirtæki: 3 mánuðir m.v. mánaðamót.
Starfsmenn án sveinsprófs:
Á fyrsta starfsári: 2 vikur m.v. vikumót
Eftir 1 ár samfellt í starfsgreininni: 1 mánuður m.v. mánaðamót.
Eftir 3 ár samfellt í sama fyrirtæki: 2 mánuðir m.v. mánaðamót.
Eftir 5 ár samfellt í sama fyrirtæki: 3 mánuðir m.v. mánaðamót.
Starfslok
Sé starfsmanni sagt upp, eftir 10 ára samfellt starf hjá sama fyrirtæki, er uppsagnarfrestur:
4 mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára
5 mánuðir ef hann er orðinn 60 ára og
6 mánuðir þegar hann er orðinn 63 ára.
Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.