"Trúnaðarmönnum skal heimilt að verja, eftir því sem þörf krefur, tíma til starfa, sem þeim kunna að vera falin af verkafólki á viðkomandi vinnustað og/eða viðkomandi stéttarfélagi vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna og skulu laun þeirra ekki skerðast af þeim sökum.
Nú þarf vinnuveitandi að fækka við sig mönnum og skal trúnaðarmaður þá jafnan sitja fyrir að halda vinnunni sé hann fær um að inna hana af hendi." (Úr kjarasamningi verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda)
"Atvinnurekendum og umboðsmönnum þeirra er óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vegna starfa þeirra sem trúnaðarmenn eða láta þá á nokkurn annan hátt gjalda þess, að stéttarfélag hefuir falið þeim að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig." (Úr vinnulöggjöfinni.)