Orlofssjóður félagsins stendur undir og greiðir m.a.
A. Rekur orlofshús á Illugastöðum og eina og hálfa íbúð í Reykjavík og leigir félagsmönnum gegn mjög vægu gjaldi.
B. Greiðir fullvirkum og greiðandi félagsmönnum, sem ekki geta nýtt orlofshúsin á starfsárinu, orlofsstyrk. Hægt er að nýta styrkinn á leigu á tjaldvögnum, gistingu á tjaldsvæðum eða hótelum.
Greiðist þessi styrkur frá og með 1. september en reikningar miðast ætíð við almanaksárið, samkvæmt þeirri upphæð að hámarki sem stjórn félagsins ákveður hverju sinni og gegn löglegum reikningi á gistingu félagsmanns.
Félagið greiðir ekki orlofsstyrki af niðurgreiddri gistingu samanber frá öðrum félögum eða af niðurgreiddum gistimiðum.
Gisting vegna veikinda eða námsferðar telst ekki nýting á orlofshúsi gagnvart orlofsstyrk.
Geti félagsmenn ekki nýtt orlofshúsakosti félagsins þá getur hann sótt um orlofsstyrk að upphæð 25.000 krónur að hámarki eða 50% af reikningi.
Minnum á að hægt er að fá Fosshótelsmiða,veiðikort og útilegukort á niðurgreiddu verði í afgreiðslu félagsins og gildir fyrir alla félagsmenn.
Nánari upplýsingar hjá trúnaðarmönnum eða hjá félaginu í síma 455-1050.