Það er mikilvægt að félagsmenn fylgist vel með orlofsrétti sínum orlofsuppbót, veikindi í orlofi og fæðingarorlofi.
Málmgreinar og sérhæfðir starfsmenn:
- Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár í sama fyrirtæki á nú rétt á 30 daga orlofi eða 13.04%.
- Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sama fyrirtæki á nú rétt á 28 daga orlofi eða 12,07%
- Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á 27 daga orlofi eða 11,59%
- Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sömu starfsgrein á rétt á 25 daga orlofi eða 10,64%
Lágmarksorlof skal vera 24 dagar. Orlofslaun skulu vera 10,17% af öllu kaupi að kostnaðarliðum undanskildum. Laugardagar,sunnudagar og helgidagar teljast ekki orlofsdagar.
Bílgreinar (BGS):
- 24 dagar 10,17%
- 28 dagar 12,07% eftir 5 ár í sömu starfsgrein
- 29 dagar 12,55% eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki
- 30 dagar 13,04% eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki
Starfsmenn án sveinsprófs:
- 24 dagar 10,17%
- 25 dagar 10,64% eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki
- 25 dagar 10,64% eftir 10 í sömu starfsgrein
- 30 dagar 13,04% eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki
Ljúki ráðningarsamningi starfsmanns og atvinnurekanda skal hann, atvinnurekandinn, greiða starfsmanninum öll áunnin orlofslaun hans.
Starfsmaður sem öðlast hefu aukinn orlofsrétt vegna starf hjá sama vinnuveitanda öðlast hann að nýju hjá nýjum vinnuveitanda eftir þriggja ára starf, enda hafi rétturinn verið sannreyndur.
Orlofsréttur reiknast frá upphafi næsta orlofsárs eftir að ofan greindum starfstíma er náð.
Námstími iðnnema í fyrirtæki telst til vinnu í starfgrein eða til vinnu innan sama fyritækis.
Bendum félagsmönnum á að flytja með sér öll áunnin réttindi þegar samið er við nýjan vinnuveitenda.