1.gr.
Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri.
2.gr.
Tilgangur sjóðsins er:
a) Að styrkja félagsmenn Félags málmiðnaðarmanna Akureyri t.d. í verkföllum og verkbönnum eftir því sem hagur sjóðsins er á hverjum tíma.
b) Að styrkja félagsmenn sem hafa búið við langvarandi atvinnuleysi og njóta ekki atvinnuleysisbóta. Greiða skal 60 % af dagvinnu viðkomandi í allt að 2 vikur á hverju tímabili (á ári). Greiðslur samkvæmt b-lið geta numið allt að 50% af vaxtatekjum sjóðsins á ári.
c) Að styrkja félagsmana til tölvunáms, tungumálanáms, meistaranáms, meiraprófs bílstjóra, þungavinnuvélaprófs og annarra námskeiða sem eflir þá sem málmiðnaðarmenn. Upptalning þessi er ekki tæmandi heldur leiðbeinandi. Stjórn félagsins sem er jafnframt stjórn sjóðsins, getur tekið til umfjöllunar og afgreiðslu óskir félagsmann um frekari styrkveitingar en að framan greinir. Samþykki stjórnin slíka beiðni ákveður hún einnig styrkupphæðina, enda geri hún rökstudda grein fyrir ákvörðun sinni á næsta aðalfundi félagsins. d) Námskeið sem styrkt eru af sjóðnum skulu efla félagsmennina sem málmiðnaðarmenn.
e) Heimilt er stjórn sjóðsins að kaupa og selja húsnæði eftir því sem þurfa þykir.
3.gr.
Tekjur sjóðsins eru.
a) Vaxtatekjur.
b) Aðrar tekjur samkvæmt ákvörðun aðalfundar.
4. gr.
Rétt til styrkja hafa allir löglegir félagsmenn. Ennfremur má með samþykki lögmæts félagsfundar veita styrk til einstakra stéttarfélaga ef þau eru í verkfalli eða verkbanni og þörf virðist á að hjálpa þeim.
5. gr.
Nú stendur yfir verkfall eða verkbann , skal stjórnin þá koma sér saman um hve háar greiðslur úr sjóðnum skulu vera í hverju tilviki og hvenær þær skulu hefjast. Þá tillögu skal stjórnin leggja fyrir félagsfund við fyrstu hentugleika. Sé tillagan samþykkt á löglegum félagsfundi geta greiðslur hafist.
6. gr.
Félagsstjórnin ber ábyrgð á sjóðnum og skal sjá um að hann sé ávaxtaður eins og hagkvæmast er á hverjum tíma. Stjórn sjóðsins ákvarðar allar greiðslur.
7. gr.
Reglugerð þessari má aðeins breyta á löglegum aðalfundi félagsins. Reglugerðarbreytingin er því aðeins gild að hún sé samþykkt af 2/3 greiddra atkvæða.
Þannig samþykkt á aðalfundi félagsins 23. febrúar 2008