• Öll dagvinnulaun hækka um a.m.k. kr. 15.750
• Lágmarkslaun sveina verða kr. 454.756,- hjá iðnfélögunum Samiðn,RSÍ, VM og FHS.
• Tímakaup hækkar a.m.k. um 98,5 kr. pr. tíma miðað við 160 klst á mánuði eða 101 kr. pr. tíma miðað við 156 klst á mánuði hjá sveinum.
• Kauptaxtar hækka sérstaklega í samræmi við kjarasamninga. Þeir eru breytilegir eftir kjarasamningum.
Breyting á yfirvinnuálagi
Yfirvinna 1
Yfirvinna 1 er greidd fyrir fyrstu 4 klst á viku að jafnaði eða 17,33 klst á mánuði. Álag á yfirvinnu 1 verður 1 % af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Yfirvinna 2 er greidd umfram það.
Yfirvinna 2
Yfirvinna 2 greiðist fyrir alla tíma umfram 17,33 yfirvinnutíma á mánuði og á nóttunni á milli kl. 00:00-06:00. Álag á yfirvinnu 2 verður 1,15% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
Mánaðarlaun (dæmi) |
Álag |
Tímakaup yfirvinna 1 |
518.000 kr. |
1,02% |
5.284 kr. fyrir breytingu |
533.750 kr. |
1,00% yfirvinna 1 |
5.338 kr. eftir breytingu |
Mánaðarlaun (dæmi) |
Álag |
Tímakaup yfirvinna 2 |
518.000 kr. |
1,10% |
5.698 kr. fyrir breytingu |
533.750 kr. |
1,15% yfirvinna 2 |
6.138 kr. eftir breytingu |
Ávinnsla orlofs breytist í flestum kjarasamningum
Við grein 4.1. bætist eftirfarandi:
Starfsmaður sem unnið hefur 10 ár í starfsgrein hefur rétt á orlofi í 28 daga og orlofslaunum sem nema 12,07%. Hækkun orlofs tekur gildi 1. maí 2021 þannig að hærri orlofsprósenta er greidd frá þeim tíma. Aukið orlof kemur þannig til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022.
Stytting vinnuvikunnar 1. apríl 2020
Starfsmenn eiga rétt á að fram fari viðræður um vinnutímastyttingu í 36 virkar vinnustundir á viku að jafnaði samhliða niðurfellingu kaffitíma skv. gr. 3.1.2 í kjarasamningi. Stjórnendur fyrirtækja geta einnig óskað eftir viðræðum.
Ef samkomulag verður á milli aðila vegna bættrar nýtingar vinnutíma og aukinnar framleiðni skiptist ávinningur milli starfsmanna og atvinnurekanda, hlutdeild starfsmanna felst í viðbótarstyttingu virks vinnutíma um 13 mín. á dag eða 65 mín. á viku.
Viðbótarstytting virks vinnutíma:
Náist samkomulag um styttingu vinnuvikunnar verður virkur vinnutími 36 klst. á viku, án skerðingar mánaðarlauna (deilitala dagvinnutímakaups 156 í stað 160 með 2,56% hækkun dagvinnutímakaups).
Yfirvinna 1 greiðist áfram af fyrstu 4 klst. á viku að jafnaði umfram 36 klst. í dagvinnu eða 17,33 klst. á mánuði.
Stéttarfélögin sem standa að þessum kjarasamningum eru tilbúin að veita aðstoð við útfærslu og vera félagsmönnum sínum innan handar við styttingu vinnuvikunnar.
Aðeins nánar:
Starfsmenn hvers vinnustaðar hafa getað samið við sína atvinnurekendur um styttingu á vinnutíma starfsmanna frá 1.apríl 2020 samkvæmt ofansögðu. Til þess að það náist verða starfsmenn að selja kaffitíma sína sem eru hjá flestum tveir á dag, annar 20 min fyrir hádegi og svo 15 mín eftir hádegi, eða samtals 35 mínútur á dag. Við það að selja þessa kaffitímana fá starfsmenn auka 13 mínútur á dag vegna aukins hagræðis og er styttingin á dag því samtals 48 mínútur. Starfsmenn kjósa sín á milli hvort þeir vilji fá raunverulega styttingu með ofangreindu en meirihluti atkvæða kosninga ræður útkomunni um hvort starfsmenn fyritækis vilji styttingu eður ei. Ef meirihluti atkvæða er á móti styttingu breytist ekkert. Ef meirihluti er fylgjandi því að stytta vinnuvikuna mun nefnd starfsmanna hefja viðræður við atvinnurekendur og hvernig styttingunni yrði hagað. Til dæmis að safna þessum tíma saman og hætta um hádegi hvern föstudag eða hætta jafnvel 48 mínútum fyrr á hverjum degi. En hægt er að gera þetta á ýmsa aðra vegu.
Atvinnurekandi getur verið á móti styttingu vinnutíma og neitað, eða allt þar til 1. janúar 2022 Þá geta starfsmenn tekið einhliða ákvörðun þvert á vilja atvinnurekanda vilji þeir stytta viðveruna með ofangreindu og niðurfellingu kaffitíma.
Í dag er deilitalan á tímakaup orðin 160 klst. í stað 173,33 og hækkuðu dagvinnulaun því um 8,33% þann 1.apríl 2020 sérstaklega en um leið var virkur vinnutími tekin upp. Á almenna markaðnum ef starfsmaður tekur báða kaffitíman og byrjar kl.8:00 og hádegismatur er háfltími líkur dagvinnu kl.16:30
Stéttarfélagið er tilbúið að veita aðstoð við útfærslu og vera félagsmönnum innan handar sé þess óskað.
ATH: Þeir sem eiga ríkari rétt skv. kjarasamningum halda að sjálfsögðu þeim rétti áfram.