Fjörutíu ára afmælishátíðin var haldin í Gryfjunni í á afmælisdegi VMA þann 29.ágúst og var afmælisdagurinn sérlega ánægjulegur í alla staði. Fjölmargir sóttu skólann heim af þessu tilefni, nemendur núverandi og fyrrverandi, starfsmenn núverandi og fyrrverandi og fjölmargir aðrir góðir gestir. Að loknum ræðuhöldum var boðið upp á glæsilega afmælistertu – reyndar voru þær fimm – og fólk naut stundarinnar og rifjaði upp eitt og annað frá liðinni tíð. Hér er ræða formanns en einnig má sjá dagskrá á heimasíðu VMA og aðrar ræður á eftirfarandi slóð. https://www.vma.is/is/skolinn/frettir/vel-heppnad-40-ara-afmaelishof-vma
Virðulegur skólameistari, bæjarstjóri og aðrir góðir gestir.
Ekkert samfélag er án iðnaðarmanna sagði Jóhann Rúnar Sigurðsson, formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri, em meðalannars rifjaði upp skólagöngu sína í VMA á fyrstu starfsárum skólans en hann útskrifaðist sem bifvélavirki árið 1987, þremur árum eftir að skólinn hóf starfsemi.
„Akureyri er leiðandi í iðngreinum og hefur verið iðnaðarbær lengur en elstu menn muna. Enda er það svo að iðnaðarstörf eru ein af mikilvægustu þáttum í okkar samfélagi, ekkert samfélag getur í raun verið án iðnaðarmanna. Hér stend ég sem bifvélavirki og lærður iðnaðarmaður og er stoltur af því. Það er vöntun á iðnaðarmönnum og við höfum barist fyrir því að auka við kennslu og barist fyrir þessum skóla, að hann stækki og dafni því þörfin á iðnaðarmönnum er gríðarleg. Frá því ég lærði hefur alltaf verið vöntun á iðnaðarmönnum. Þessi skóli hefur sýnt ágæti sitt og mikilvægi hans er miklu meira en við gerum okkur grein fyrir. Einhvern tímann ræddum við Baldvin Ringsted um það að fjölmörg lítil nýsköpunarfyrirtæki hér á Akureyri hafa verið stofnuð af iðnmenntuðum einstaklingum. Þessi stofnun er því ein af mikilvægustu stofnunum sem við eigum hér í bæ. Ég er stoltur af þessum skóla og er afskaplega þakklátur fyrir veru mína hér. Við Félagi málmiðnaðarmanna Akureyri höfum staðið þétt við bakið á VMA og munum gera svo áfram. Í tíð formvera minns þá stóðum fyrir því að kaupa húsnæði undir bifvélavirkjunardeildina og leigðum VMA húsnæði á lágmarkskostnaði til að námið gæti verið kennt hér á norðurlandinu. Við munum fylgja því eftir að sjá þetta nýja húsnæði rísa svo starfsemin eflist og ég vil sjá 4-6 metra í viðbót fyrir bifvélavirkjadeildina í viðbót, svo því sé komið hér til skila til fulltrúa ráðuneytisins. Við erum í viðræðum við eina deild hér í skólanum um kaup á tæki í tilefni afmælisins og formaður FMA er í viðræðum við fyrirtæki um að styrkja við skólann þegar þessar breytingar hafa litið dagsins ljós.
Ég óska afmælisbarninu og okkur öllum til hamingju með þennan dásamlega skóla, megi hann lengi lifa!“