Illugastaðir 13 og 30

Norðurland
20.000 kr. (fös-sun)
28.000 kr. (Vika)
48 fm 8 rúm
Heitur pottur
Gasgrill
Nettenging
Sundlaug
Aukadýnur

Innifalið

Ekki innifalið

Félagið á orlofshús nr. 30 á Illugastöðum og hlut í húsi nr. 13 á móti Félagi Iðn- og tæknigreina. Hús nr. 30 var byggt árið 2002 og er mjög vel búið og allt hið glæsilegasta. Tvö herbergi eru í húsunum annað með hjónarúmi og hitt með tveimur kojum, svefnsófi er í stofu.

Illugastaðir eru í Fnjóskadal, tæplega 27 km austan Akureyrar. Svæðið á Illugastöðum er mjög notalegt og fjölskylduvænt. Á svæðinu eru miklir afþreyingamöguleikar eins og sundlaug og heitir pottar við hvert hús. Einnig er mini-golfvöllur, knattspyrnuvöllur, 4 frisbee golf körfur og spilsett fyrir þær í húsunum, leiktæki fyrir börn og skemmtilegar gönguleiðir. 

Haustið 2017 var lagður ljósleiðari í öll húsin á svæðinu. Í húsin er því komin þráðlaus nettengin og myndlykill frá Símanum þar sem leigendur hafa aðgang að afþreyingu í gegnum grunnpakka Símans.

Koma og brottför : Orlofshúin eru leigð í viku í senn yfir sumartímann og skipt á föstudögum. Leigjandi á rétt á að koma til dvalar í húsið á milli kl 16:00. Húsið skal rýmt eigi síðar en kl 12:00 á brottfarardag. Lyklabox eru á húsunum við útidyr.  Þegar skilað er af sér skal fara með óhreinar tuskur niður í andyri á kjarnahúsi í ílát sem þar er og henda rusli í gáma á svæðinu.

Vinsamlegast hendið nikontínpúðum í ruslið.

Bannað er að reykja í húsunum og gæludýr eru stranglega bönnuð á svæðinu.

Leigutími: Allt árið
Lyklar eru í lyklaskáp sem er staðsettur er við útidyr.