Varmahlíð, Reykjarhólsvegur 6

Norðvesturland
15.000 kr. (fös-sun)
28.000 kr. (Vika, sumar)
55 fm 8 rúm
Heitur pottur
Gasgrill
Aukadýnur

Innifalið

Ekki innifalið

Félag málmiðnaðarmanna Akureyri og Iðnsveinafélag Skagafjarðar gera samning um leigu á orlofsbústöðunum í Varmahlíð og á Illugastöðum.

Björgvin formaður IFS og Jóhann formaður FMA hafa gert með sér samkomulag að félagsmenn hvors félags geti leigt af hvorum öðrum helgarleigu í bústöðum félaganna. IFS á bústað í skógarreitnum fyrir ofan Varmahlíð og vilji félagsmenn FMA leigja hann yfir vetrartímann geta þeir hringt í Björgvin í síma 896-3007. Það sama á við ef félagsmenn IFS vilja leigja af okkur á Illugstöðum þá gildir það sama að þeir hringja í FMA.

Á sumrin eru svo skipti á 4 vikum á þessum bústöðum og þegar sú úthlutun verður opnuð þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær. Eru þessar sumar vikur bókanlegar á félagavefnum eða á skrifstofu félagsins í síma 455-1050

Bústaðurinn er með möguleika á gistingu fyrir 8-10 manns. Á neðri hæð en tvö herbergi, annað þeirra er með koju fyrir ofan neðra rúm. Á rúmgóðu svefnlofti eru fimm dýnur en tekið skal fram að aðeins eru sængur fyrir átta manns í húsinu.

Formaður félagsins mælir eindregið með að félagsmenn nýti sér þessa góðu viðbót í orlofshúsamöguleika félagsins en svæðið er hið huggulegasta og stutt í alskonar ævintýri og menningu en þó er staðsetningin á rólegum stað. 

Leigutími: Allt árið
Sjá leigusamning